þri 28. febrúar 2017 12:40
Elvar Geir Magnússon
Finnst leikmenn Liverpool virka áhugalausir
Firmino berst við Daniel Amartey í leiknum í gær.
Firmino berst við Daniel Amartey í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Steve Nicol, goðsögn hjá Liverpool, er hneykslaður yfir frammistöðu sinna manna í 3-1 tapinu gegn Leicester í gær. Hann segir að frammistaða liðsins hafi ekki verið boðleg.

Nicol, sem varð Evrópumeistari með Liverpool á sínum tíma, setur stórt spurningamerki við áhuga leikmanna á að enda í topp fjórum. Liðið hefur aðeins fengið sex stig á þessu tímabili.

„Liverpool hefur ekki náð að gíra sig í leiki gegn liðum í neðri hlutanum. Þannig hefur það verið nánast allt tímabilið. Annað hvort er liðið frábært eða bara ónýtt. Hvar er þessi kraftur sem var í liðinu í upphafi tímabils?" segir Nicol.

„Þessi frammistaða gegn Leicester var eins og hjá liði sem er fast í miðjumoði og hefur að engu að keppa. Þetta er ekki ásættanlegt."

Annar fyrrum leikmaður Liverpool, Danny Murphy, segir að leikmannahópurinn sé einfaldlega ekki nægilega sterkur.

„Horfðu á bekkinn hjá Liverpool og berðu hann saman við Chelsea. Ég var á leiknum hjá Chelsea um helgina og þar komu Willian og Matic inn sem varamenn. John Terry var á bekknum. Liverpool er með efnilega menn og óreynda á bekknum. Liðið spilar á miðjumanni í vörninni. Hópurinn er ekki nægilega góður. Svo einfalt er það," segir Murphy.

„Klopp er góður stjóri. Í upphafi tímabils náði hann meiru úr liðinu en hann hefði átt að gera."

Sjá einnig:
Innkastið - Skömmin er leikmanna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner