Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. febrúar 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Ramsey: Við leikmenn höfum brugðist Wenger
Ramsey í leik með Arsenal.
Ramsey í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, segir að leikmenn hafi brugðist knattspyrnustjóranum Arsene Wenger. Ramsey segir að Wenger eigi ekki skilið þá hörðu gagnrýni sem hann hafi fengið.

Enn og aftur hefur Wenger fengið harða gagnrýni frá eigin stuðningsmönnum en allt sauð upp úr eftir 5-1 tapið gegn Bayern München í Meistaradeildinni. Margir telja að Wenger sé kominn á endastöð.

Ramsey kemur stjóra sínum til varnar og segir hann hafa haft mikil áhrif á þróun síns ferils. Ramsey kom frá Cardiff 2008.

„Hann hefur þjónað Arsenal stórkostlega og reynst mér og leikmönnum öflugur knattspyrnustjóri. Við höfum á tímum brugðist honum. Þeir hlutir sem hafa verið sagðir eru margir hverjir ósanngjarnir," segir Ramsey.

„Fólk á rétt á sínum skoðunum en hann hefur reynst mér ótrúlega vel."

Arsenal er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Næsti leikur er gegn Liverpool um næstu helgi.
Athugasemdir
banner
banner