þri 28. febrúar 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Andri Már og Patrik Atla í Gróttu (Staðfest)
Patrik Atlason.
Patrik Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta hefur fengið tvo nýja leikmenn liðs við sig fyrir átökin í Inkasso-deildinni í sumar.

Framherjinn Patrik Snær Atlason er kominn til félagsins frá Njarðvík. Patrik steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Víkingi R. 2011 og 2012 en árið 2015 lék hann með ÍR.

Í fyrra skoraði hinn 22 ára gamli Patrik eitt mark í sjö leikjum með Njarðvík í 2. deildinni en hann missti af fyrri hluta tímabils vegna meiðsla.

Fyrr í vetur æfði Patrik með uppeldisfélagi sínu Víkingi en hann hefur nú gengið til liðs við Gróttu.

Andri Már Hermannsson er einnig kominn en hann er uppalinn hjá Fylki. Hann kemur til Gróttu frá ÍR. Í fyrra spilaði Andri þrjá leiki með ÍR en hann missti af öllu tímabilinu 2015 vegna meiðsla.

Hinn 23 ára gamli Andri lék með KF árið 2013 og Selfossi árið 2014.

Komnir:
Alexander Kostic frá ÍR
Andri Már Hermannsson frá ÍR
Andri Þór Magnússon frá Fjarðabyggð
Axel Fannar Sveinsson (Var á láni)
Jón Ivan Rivine (Var á láni)
Patrik Snær Atlason frá Njarðvík
Terrance William Dieterich frá Haukum

Farnir:
Ási Þórhallsson í Keflavík (Var á láni)
Brynjar Kristmundsson í Fram (Var á láni)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner