Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Óttast að ferill Götze sé í hættu
Vonandi snýr Götze aftur sem fyrst.
Vonandi snýr Götze aftur sem fyrst.
Mynd: Getty Images
Miklar vangaveltur eru í gangi í Þýskalandi eftir að tilkynnt var í gær að Mario Götze, leikmaður Dortmund, væri að kljást við ótilgreindan efnaskiptasjúkdóm. Ferill Götze hefur ekki verið á flugi síðan hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik HM 2014.

Dortmund gefur ekki nákvæmar upplýsingar um ástand Götze en ljóst er að hann mun ekki spila á næstunni.

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir við Bild að endurkoman muni taka sinn tíma en ólíklegt er að leikmaðurinn muni snúa aftur á þessu tímabili.

Götze, sem er 24 ára, er meðhöndlaður af sérfræðingum í efnaskiptasjúkdómum en ekki af læknateymi félagsins. Hann er ekki á sjúkrahúsi.

„Ég er í meðhöndlun og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að snúa aftur til æfinga og hjálpa liðinu að ná okkar markmiðum," sagði Götze í gær.

Margir telja að þessi sjúkdómur sé ástæðan fyrir sífelldum meiðslavandræðum Götze síðustu ár. Síðan 2011 hefur hann misst af samtals 39 leikjum vegna tíu ólíkra vöðvameiðsla. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir að vera of þungur og í slöku formi.

Miklar kröfur hafa verið á Götze en hann hefur ekki náð að standa undir þeim. Mörgum er brugðið eftir fréttirnar af efnaskiptasjúkdómum og þeir svartsýnustu ótta að ferill Götze gæti verið í hættu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner