Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 28. febrúar 2017 16:42
Elvar Geir Magnússon
Þetta er nýr aðstoðarmaður Lagerback
Lagerback og nýr aðstoðarmaður hans.
Lagerback og nýr aðstoðarmaður hans.
Mynd: Norska knattspyrnusambandið
Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, er kominn með aðstoðarþjálfara hjá norska landsliðinu. Hann heitir Per Joar Hansen og þjálfaði áður Rosenborg.

„Það er mér mikill heiður að vera beðinn um þetta af Lars og norska knattspyrnusambandinu. Þetta er spennandi áskorun sem hefði verið virkilega erfitt að hafna. Ég hlakka til að starfa með Lars og læra frá þessum reynslumikla manni. Hann er einn farsælasti landsliðsþjálfari Evrópu og spennandi að sjá hvað við getum gert saman með norska landsliðið," segir Hansen.

Hansen er einnig fyrrum landsliðsþjálfari U21 liðs Noregs og þá þjálfaði hann Sundsvall í Svíþjóð 2001-2003.

„Ég þekki hann frá tíma hans í Svíþjóð og er mjög ánægður með þessa niðurstöðu," segir Lars við heimasíðu norska sambandsins.

„Pesónuleikar okkar tveggja eru ekki mjög ólíkir og það er jákvætt fyrir dínamíkina í hópnum. Þá var það mikilvægt fyrir mig að fá norskan aðstoðarþjálfara sem þekkir norskan fótbolta og menningu betur en ég."
Athugasemdir
banner