mið 01. mars 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Liverpool kom út í tæplega 20 milljón punda tapi
Liverpool var rekið með tapi á síðustu leiktíð.
Liverpool var rekið með tapi á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Liverpool var rekið með nokkuð stóru tapi á síðustu leiktíð, 2015/16 tímabilinu. Tapið nemur tæplega 20 milljónum punda fyrir skatt.

Þessu tapi er helst að kenna þeim fjárhæðum sem eytt var í leikmenn og þeim pening sem Brendan Rodgers fékk í skaðabætur eftir að hann var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra.

Liverpool keypti 12 leikmenn á því tímabili sem miðast er við. Meðal þeirra leikmanna sem keyptir voru Christian Benteke á 32 milljónir punda og Roberto Firmino á 29 milljónir punda.

Tímabilið á undan hagnaðist Liverpool um 60 milljónir punda og það skýrist aðallega að því að Luis Suarez var seldur til Barcelona fyrir 75 milljónir punda.

Búist er við því að Liverpool nái að rétta úr kútnum á því rekstarári sem nú er í gangi.
Athugasemdir
banner
banner