Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 01. mars 2017 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: 101 Great Goals 
Leikmaður Everton fær alltaf far hjá mömmu á æfingar
Tom Davies hefur komið sterkur inn á miðjuna hjá Everton.
Tom Davies hefur komið sterkur inn á miðjuna hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Tom Davies, ungur miðjumaður Everton, fær alltaf far hjá mömmu sinni á æfingasvæði Everton, þetta er til þess að honum sé stundum strítt af liðsfélögunum.

Davies hefur komið mjög sterkur inn í lið Everton að undanförnu og var hann meðal annars valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar í janúar af stuðningsmönnum. Þar hafði hann t.d. betur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni.

Hann vann sér fast sæti í byrjunarliði Everton eftir að Idrissa Gueye fór á Afríkumótið, en það vantar ekki breiddina á miðjuna hjá liðinu. Morgan Schneiderlin var keyptur í janúar, en fyrir voru leikmenn eins og Idrissa Gueye, Davies, Gareth Barry og James McCarthy.

Davies er orðinn 18 ára gamall og því nógu gamall til þess að keyra bíl, en hann segir að mamma sín passi vel upp á sig.

„Hún passar vel upp á mig," sagði Davies. „Ég sé ekkert athugavert við það," bætti hann svo við.
Athugasemdir
banner
banner