Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   sun 05. mars 2017 20:45
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Jónas Þórhalls: Meðvitaðir um að þeir fara á stóra sviðið
Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur.
Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindvíkingar eru á fullu að búa sig undir tímabil meðal þeirra bestu í sumar eftir að hafa náð að komast upp úr Inkasso-deildinni. Jónas Þórhallsson, formaður Grindavíkur. hefur mjög lengi verið í fararbroddi í fótboltanum í bæjarfélaginu.

Rætt var við Jónas í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær og þar sagðist hann sannfærður um að liðið geti gert góða hlut í sumar.

Á meðan sjómannaverkfallið var í gangi talaði Jónas um að verkfallið hefði slæm áhrif á rekstur íþróttafélagsins.

„Manni fannst taka langan tíma að semja um einfalda hluti. Það er búið að leysa það og ég vona að allir við borðið séu sáttir. Við erum í því umhverfi að allir atvinnuhættir okkar eru tengdir sjónum. Þetta setti strik í reikninginn hjá okkur en við erum að reyna að ná samningum við þá aðila sem samningar runnu út við um áramótin. Það hefur gengið bærilega," segir Jónas.

„Það var ljóst í haust að það stefndi í verkfall, við vorum meðvitaðir um það og fórum ekki í neina áhættu. Við ákváðum bara að bíða og sjá. Styrking krónunnar hefur líka verið að valda okkur hugarangri. Við erum að flytja afurðir út en verðmæti þeirra hefur minnkað um 30%."

Meðal leikmanna sem Grindavík hefur fengið til sín eru Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Sam Hewson sem komu frá Íslandsmeisturum FH.

„Við leituðum að gæðum, mönnum sem gætu styrkt okkur. Þessir tveir eru klárlega í þeim flokki. Svo erum við að ganga frá serbneskum leikmanni, vinstri vængmanni. Svo erum við með fínasta lið fyrir. Allir leikmennirnir frá því í fyrra eru meðvitaðir um að þeir séu að fara á stóra sviðið og hafa lagt mikið á sig."

Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur og er að fara að stýra liði í fyrsta sinn í efstu deild. Jónas var spurður að því hvað einkenndi Óla sem þjálfara.

„Það er fyrst og síðast ástríðan. Þetta er heill og gegn drengur. Ég hef verið með hann frá því hann var polli. Hann hefur spilað 194 leiki í efstu deild fyrir Grindavík og þegar hann byrjaði sautján ára gamall var alveg ljóst hvað við vorum að fá þarna. Hann er frábær drengur," segir Jónas en Óla til aðstoðar er reynsluboltinn Milos Stefán Jankovic.

„Þeir eru alveg frábærir saman. Þeir gerðu það sem til þurfti til að fara með liðið upp. Næsta verkefni er að sanna sig í efstu deild og ég er sannfærður um að þeir setji mark sitt á deildina."

Viðtalið við Jónas er í heild í spilaranum hér að ofan en þar ræðir hann meðal annars um peningana í kringum reksturinn á íslenskum fótboltafélögum.



Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á ítarlegt viðtal við Óla Stefán Flóventsson - Úr útvarpsþættinum í október.
Athugasemdir
banner
banner
banner