Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
   mán 13. mars 2017 10:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Grétar Rafn: Erum öðruvísi en trúum á okkar leið
Grétar Rafn Steinsson.
Grétar Rafn Steinsson.
Mynd: Fotbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Uwe Rösler, knattspyrnustjóri Fleetwood.
Uwe Rösler, knattspyrnustjóri Fleetwood.
Mynd: Getty Images
Highbury leikvangur Fleetwood tekur 5.327 áhorfendur.
Highbury leikvangur Fleetwood tekur 5.327 áhorfendur.
Mynd: Getty Images
Yngt var upp í leikmannahópi Fleetwood.
Yngt var upp í leikmannahópi Fleetwood.
Mynd: Getty Images
Eggert Gunnþór lék með Fleetwood en fór í janúar.
Eggert Gunnþór lék með Fleetwood en fór í janúar.
Mynd: Getty Images
Grétar ásamt aðdáanda.
Grétar ásamt aðdáanda.
Mynd: Getty Images
Grétar Rafn Steinsson, fyrrum landsliðsmaður Íslands, var í áhugaverðu viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn. Grétar er yfirmaður fótboltamála hjá Fleetwood Town sem er í öðru sæti í ensku C-deildinni og er í baráttu um að komast í fyrsta sinn upp í B-deildina.

Grétar var ráðinn til Fleetwood í janúar 2015 og í viðtalinu fór hann yfir þær breytingar sem hann hefur verið að vinna í hjá félaginu.

„Þetta byrjaði í rauninni fyrir um tveimur árum síðan þegar tekin var ákvörðun um að yngja liðið. Meðalaldurinn var hár og margir sem höfðu komið úr deildinni fyrir neðan. Það var ólíklegt að þetta væru mennirnir sem myndu ýta okkur upp töfluna og taka okkur á næsta stig. Það þurfti að breyta til og fá yngri leikmenn sem pössuðu inn í það hvernig við viljum spila," segir Grétar.

„Við vorum að spila vel í fyrra en vorum ekki að ná úrslitunum því það voru margir ungir leikmenn að stíga sín fyrstu skref. Um 70% af liðinu í fyrra eru enn í hópnum núna. Við bættum við þar sem þurfti að bæta við og löguðum ákveðin atriði og erum búnir að flytja í æfingastöðina. Við erum með Uwe (Rösler) sem þjálfara, hann er góður og taktískur. Búið er að bæta við starfsliði í kringum liðið og við erum að laga þessi litlu atriði; hvað við gerum fyrir leiki og hvað við gerum eftir leiki. Þetta er allt að skila árangri."

„Ég er yfirmaður fótboltans í félaginu og tek ábyrgð, bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur. Klúbburinn setur stefnu, hvernig kerfi við viljum spila og hvaðan við náum í leikmennina. Hversu mikið við erum tilbúnir að borga fyrir leikmenn. Við erum mjög strangir í þessu. Svo erum við með þjálfara núna sem kaupir það fullkomlega að þetta er „strúktúrinn" í klúbbnum og svona gerum við þetta. Þetta er það sem við trúum á og teljum að ef við höldum okkur við þetta munum við ná árangri. Tímabilið núna sýnir að við getum náð árangri með unga leikmenn með réttan bakgrunn og góðan þjálfara"

Ég og Uwe náum vel saman
Grétar talar vel um knattspyrnustjórann, Þjóðverjann Uwe Rösler. Áður en Rösler tók við Fleetwood staldraði hann stutt við sem stjóri Wigan og Leeds. Grétar segir að ekki sé hægt að dæma hann af veru sinni þar.

„Hann var mjög óheppinn hjá Wigan. Þeir sem eru innan fótboltahringekjunnar á Englandi og skilja hvernig klúbbarnir virka vita að Uwe var óheppinn hjá Wigan. Hann tók við liði sem féll úr efstu deild og var að vinna í launakostnaði sem það réði ekki við. Allt liðið fór í burtu," segir Grétar.

„Í fyrsta sinn sem ég hitti hann kynnti ég fyrir honum hvernig við viljum vinna og hvernig við viljum spila fótbolta. Hann var mjög hrifinn. Svo kemur hann með sínar hugmyndir um hvernig hann vill vinna, hvernig dagskrá vikunnar er og aðbúnaðurinn kringum liðið. Við náum vel saman og trúum á sama hlutinn. Hann passaði inn í það sem við viljum og hann hefur notið þess að vinna hérna. Hann er ekki undir neinni pressu og hefur notið þess að vera úti á æfingavellinum með leikmennina."

Leikvangar sem rúma alla bæjarbúa
Fleetwood er í litlu samfélagi og þrátt fyrir að mikil uppbygging hafi verið hjá félaginu telur Grétar ekki raunhæft að setja stefnuna í framtíðinni á ensku úrvalsdeildina.

„Við erum ekki að hugsa út í Premier League. Þau félög sem hafa verið að koma upp og niður úr deildinni eru þau félög sem munu gera það áfram. Peningastreymið er þannig að eftir fimm ár verður mjög lítil breyting á þeim hópi sem er í úrvalsdeildinni. Ef Brighton nær þessu ekki núna verður mjög erfitt fyrir þá í framtíðinni að ná því. Þeir hafa þegar eytt háum fjárhæðum til að komast í annað sætið á þessu ári," segir Grétar.

„Við erum öðruvísi og trúum því að ef við höldum áfram að gera það sem við höfum verið að gera þá munum við ná árangri. Í deildinni eru félög eins og Bolton, MK Dons, Charlton og Coventry. Það búa 26 þúsund manns í Fleetwood og allir bæjarbúar gætu komist fyrir á leikvöngum þessara félaga. Það sýnir hversu litlir við erum. Við greiðum lægri laun en leikmenn okkar hafa eitthvað sem aðrir hafa ekki. Það vinnum við með og hefur virkað hingað til."

Krefjandi að fá alla til að hugsa eins
Hvað er erfiðast við starf hans?

„Það er alltaf erfitt að koma inn einhverstaðar og breyta hugarfarinu og hugmyndum um hvernig eigi að gera hlutina. Á þeim tveimur árum sem ég hef verið hérna hefur aðeins einn starfsmaður farið fyrir utan knattspyrnustjórana og aðstoðarstjórana. Það er enn sama starfsliðið. Það þarf að breyta hugarfari allra, sama hver það er sem vinnur hérna."

Fleetwood er að setja á laggirnar akademíu fyrir yngri iðkendur, eitthvað sem var ekki til staðar fyrir tveimur árum.

„Við erum alltaf að stækka við okkur og bæta við fleira starfsfólki. Það þarf að fá allt starfsfólkið til að gera sömu hlutina og hugsa eins. Það getur verið gríðarlega krefjandi."

Ekki mikill social-maður
Eggert Gunnþór Jónsson lék með Fleetwood en fór til SönderjyskE í janúarglugganum. Enginn íslenskur leikmaður er hjá félaginu í dag en Grétar var spurður að því hvort hann horfi til Íslands?

„Í mínum huga skiptir ekki máli hvaðan leikmaðurinn kemur. Ef það er Íslendingur og hann er nægilega góður þá kem ég fram við hann eins og ég geri við alla aðra. Ég er ekki mikill social-maður og eyði ekki miklum tíma í viðræður við leikmenn, það sér þjálfarinn um. Það er alveg klárt hvar ég stíg inn og hvert ekki. Ég veit meira um íslenska leikmenn. Eggert er einn besti atvinnumaður sem ég hef kynnst og hann var fullkominn í þetta umhverfi með mikið af ungum leikmönnum. Hann var frábær og það var erfitt fyrir okkur þegar hann fór," segir Grétar.

Gylfi fullkomin fyrirmynd
Í lok viðtalsins var horft útfyrir Fleetwood og Grétar spurður út í hans fyrrum samherja með íslenska landsliðinu, Gylfa Þór Sigurðsson, sem hefur verið að gera stórkostlega hluti í enska boltanum.

„Hann er á öðru leveli hvað varðar Íslendinga í augnablikinu og er kannski kominn hærra en fólk gerir sér grein fyrir. Gylfi hefur alltaf verið frábær leikmaður og maður sá það fyrst þegar maður æfði með honum að hann hafði eitthvað sem aðrir hafa ekki. Gylfi er liðsmaður og leggur sig mikið fram fyrir liðið. Í landsliðinu fórnar hann sér og er í meira hlauparahlutverki en fótboltahlutverkinu sem hann er í hjá Swansea. Það lýsir honum. Gylfi er toppmaður og toppíþróttamaður. Hann er fullkomin fyrirmynd fyrir unga leikmenn á Íslandi. Vonandi munu koma íslenskir leikmenn í framtíðinni sem komast svona langt," segir Grétar Rafn Steinsson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner