mán 14. febrúar 2005 10:16
Eiður Smári handtekinn í gær (UPPFÆRT)
Enska götublaðið The Sun greinir frá því í dag að Eiður Smári Guðjohnsen hafi verið handtekinn af lögreglu í gær vegna meintrar ölvunar við akstur.

Sagt er að Eiður hafi verið handtekinn á 70.000 punda BMW bifreið sinni eftir að hafa skemmt sér með liðsfélögum sínum en lögreglan tók hann fyrir of hraðann akstur en svo kom í ljós að hann var ölvaður.

Fréttirnar hafa ekki verið staðfestar af Chelsea en við munum fylgjast grannt með og koma með nýjar fréttir af málinu ef þær berast.

Uppfært klukkan 11:35 af heimasíðunni Soccernet.com:

Eiður Smári mun hafa verið látinn blása í blöðru og síðan látinn gefa blóðsýni. Hann var tekinn á lögreglustöð í suðurhluta London þar sem hann var tekinn í fleiri próf áður en honum var sleppt gegn tryggingu.

Talsmaður Scotland Yard sagði þetta í yfirlýsingu: "Klukkan 5:20 að morgni sunnudags stöðvaði lögeglan bíl vegna undarlegs ökulags á A3 hraðbrautinni. Ökumaðurinn, 26 ára gamall karlmaður, var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur.

Hann var færður á lögreglustöð þar sem honum var svo sleppt gegn tryggingu og þarf að mæta fyrir rétt í lok mars."

Athugasemdir
banner
banner
banner