Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. mars 2017 05:55
Stefnir Stefánsson
Ísland í dag - Þrír leikir í Lengjubikarnum
Afturelding gerir sér ferð upp á Skaga
Afturelding gerir sér ferð upp á Skaga
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir eru á dagskrá í dag í Lengjubikarnum. Tveir leikir eru í riðli 1. B-deildarinnar þar sem að KH tekur á móti Þrótti Vogum á Valsvelli. Á meðan Afturelding sækir Kára heim uppi á Skaga.

Þá er einn leikur er í riðli 1 C-deildar á dagskrá þegar að Ísbjörninn fær Létti í heimsókn í Fagralundi í Kópavogi.

KH eru að leita að sínum fyrstu stigum í riðlinum en þeir lágu fyrir Víði í fyrsta leik áður en þeir töpuðu síðan fyrir Aftureldingu í annari umferð.

Þróttur Vogum sitja í fjórða sæti riðilsins en þeir hafa unnið einn leik og tapað einum það sem af er.

Kári eru í fimmta sæti riðilsins með eitt stig eftir eftir tvo leiki en andstæðingar þeirra úr Mosfellsbænum eru í þriðja sæti riðilsins með 3 stig eftir fyrstu tvo leikina.

Léttir og Ísbjörninn hafa síðan leikið einn leik hvor þar sem að Léttir sigraði Kríu 3-1 í Breiðholti. Ísbjörninn tapaði hinsvegar með sömu markatölu gegn Skallagrím á heimavelli í fyrstu umferð.

þriðjudagur 21. mars

Lengjubikar karla - B deild Riðill 1
20:00 KH - Þróttur Vogum (Valsvöllur)
20:00 Kári - Afturelding (Akraneshöllin)

Lengjubikar karla - C deild Riðill 1
20:00 Ísbjörninn - Léttir (Fagrilundur)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner