Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 20. mars 2017 20:40
Stefnir Stefánsson
David Luiz þarf ekki að fara í aðgerð á hné
David Luiz
David Luiz
Mynd: Getty Images
David Luiz hefur neitað þeim sögusögnum um að hann þurfi að fara í aðgerð á hné. En hann hefur verið að spila í gegnum sársauka síðan að Sergio Aguero tæklaði hann í desember síðastliðnum.

Aguero fór þá ansi groddaralega með takkana í hnéð á Luiz og uppskar rautt spjald að launum. Síðan þá er Luiz búinn að vera að spila með sjúkrateip á hnénu og hann hefur þurft að harka af sér sársauka.

Luiz var ekki valinn í Brasilíska landsliðið sem mætir Úrúgvæ og Paragvæ í undankeppni heimsmeistaramótsins.

„Landsleikjahléið mun gefa mér tækifæri á að jafna mig í hnénu, það er mjög gott fyrir mig ég þurfti á pásu að halda." sagði Luiz sem að sér björtu hliðarnar á því að vera ekki valinn.

„Ég hef verið að spila í gegnum sársauka en ég tel að ég þurfi ekki á aðgerð að halda. En það er mjög mikilvægt fyrir mig að fá hvíld, ekki bara til að jafna mig í hnénu. Heldur er hvíldin góð fyrir allann skrokkinn á mér," sagði Luiz sem hefur byrjað 24 leiki með Chelsea á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner