mán 20. mars 2017 23:30
Stefnir Stefánsson
FIFA setur dómara frá Gana í lífstíðarbann
Mynd: Getty Images
Ganverski dómarinn Joseph Lamptey hefur verið settur í lífstíðarbann af alþjóðlega knattspyrnusambandinu (FIFA).

Bannið fær hann fyrir að hagræða leik, hann var rannsakaður eftir að hann gaf vítaspyrnu í leik Suður-Afríku og Senegal í undankeppni heimsmeistaramótsins í nóvember síðastliðinn.

Vítaspyrnan var dæmd á Kalidou Koulibaly fyrir hendi en endursýningar sýndu að augljóst var að boltinn fór aldrei í hönd Koulibaly heldur hrökk hann af hné hans.

Það var Senegalska knattspyrnusambandið sendi inn kvörtun yfir dómgæslu Laptey, og fagna þeir nú ákvörðun FIFA. Þeir telja að bannið sé gott fordæmi.

„Í dag eru margar ástæður til að gleðjast vegna þessarar ákvörðunar. Þessi ákvörðun er vissulega stór, en hún setur gott fordæmi og lætur óheiðarlega aðila hugsa sig tvisvar um." sagði varaformaður Senegalska knattspyrnusambandsins Abdoulaye Sow.

Lamptey getur hinsvegar áfríjað ákvörðuninni. FIFA mun ekki tjá sig um málið fyrr en bannið verður endanlega staðfest og ekki hægt að taka það til baka.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner