mán 20. mars 2017 23:00
Stefnir Stefánsson
Nainggolan var ósáttur með að vera ekki valinn í landsliðið
Radja Nainggolan
Radja Nainggolan
Mynd: Getty Images
Radja Nainggolan, miðjumaður Roma á Ítalíu, segist vera gríðarlega vonsvikinn með það þegar hann hafi ekki verið valinn í belgíska landsliðshópinn hjá Roberto Martinez.

Roberto Martinez, hafði ítrekað ekki valið Nainggolan þrátt fyrir að hann hafi verið að standa sig vel með félagsliði sínu Roma. Upp spruttu þær sögur að Martinez væri ósáttur með reykingar Nainggolan.

„Ég skammast mín ekki fyrir að reykja og ég hef aldrei falið fíkn mína. sagði Nainggolan þegar hann ræddi við fréttamenn sem fylgdust með Belgíska landsliðinu á æfingu.

„Ég veit að ég á að vera fyrirmynd og setja gott fordæmi, ég á börn.. En ég er bara knattspyrnumaður, ég vinn vinnuna mína vel. Allir vita að ég reyki og ég get ekki falið það, en ég skammast mín ekki fyrir það heldur."

„Ég var vonsvikinn þegar ég var ekki valinn í landsliðið í kjölfar Evrópumótsins. Ég hef alltaf verið þannig að ég segi það sem að mér liggur á hjarta, ég var ekki ánægður og það var ekkert leyndarmál." Sagði Nainggolan að lokum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner