Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 23. mars 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Football-Italia 
Ítalía fær aftur 4 sæti í Meistaradeildinni
Inter endaði í fjórða sæti fyrir ári síðan, þremur stigum fyrir ofan Fiorentina með 67 stig úr 38 leikjum.
Inter endaði í fjórða sæti fyrir ári síðan, þremur stigum fyrir ofan Fiorentina með 67 stig úr 38 leikjum.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta að ítalska deildin fær 4 sæti í Meistaradeild Evrópu á nýjan leik frá og með tímabilinu 2018/19.

Þetta er tryggt vegna þess að lið úr portúgölsku deildinni hafa verið að standa sig illa í Evrópu og er landið dottið niður í 7. sæti yfir gengi félagsliða í Evrópu.

England, Spánn og Þýskaland halda sínum fjórum sætum í Meistaradeildinni og fá Rússar og Frakkar þrjú.

Úkraína, Belgía og Tyrkland fá tvö sæti ásamt Portúgölum.

Ítalir áttu fjögur lið í Meistaradeildinni lengi vel þegar Þjóðverjar áttu aðeins þrjú, áður en þýska deildin tók yfir. Nú fá báðar deildir fjögur sæti vegna nýrra reglna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner