Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. mars 2017 21:26
Ívan Guðjón Baldursson
Mancini: Balo hefur alla burði til að vera í heimsklassa
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini hefur miklar mætur á Mario Balotelli eftir að hafa starfað með honum hjá Inter og Manchester City.

Mancini leyfði Ítalanum að spila sinn fyrsta leik í efstu deild á Ítalíu þegar hann var aðeins 16 ára gamall, áður en þeir unnu ensku deildina og FA bikarinn saman.

„Balotelli hefur ótrúlega hæfileika. Ég var viss um að hann yrði að heimsklassaleikmanni, hann verður að trúa því sjálfur og skilja að hann getur enn orðið einn af þeim bestu," sagði Mancini.

„Hann er stórkostlegur leikmaður og frábær manneskja, ég virði hann mjög mikið. Ég vona bara að hann skilji það einn daginn að hann hefur alla burði til að vera hágæðaleikmaður, í allt öðrum klassa en hann hefur nokkurn tímann verið í."
Athugasemdir
banner
banner