mið 22. mars 2017 22:17
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: ÍA vann toppslaginn
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Skagakonur unnu toppslaginn í B-deild Lengjubikarsins og skoraði Erla Karitas Jóhannesdóttir eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.

Sigurinn tryggir toppsæti ÍA í bili, en liðið er með 10 stig eftir 4 leiki. Keflavík situr eftir með 6 stig.

Í C-deildinni rúllaði HK/Víkingur yfir ÍR í sínum fyrsta leik. ÍR gerði jafntefli við Álftanes í fyrstu umferð.

Lengjubikar kvenna - B deild
ÍA 1 - 0 Keflavík
1-0 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('45)

Lengjubikar kvenna - C deild Riðill 1
HK/Víkingur 3 - 0 ÍR

1-0 Karólína Jack ('38, víti)
2-0 Linda Líf Boama ('60)
3-0 Ástrós Silja Luckas ('82)
Rautt spjald: Heba Björg Þórhallsdóttir, ÍR ('88)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner