Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Margrét Lára: Betri leikmaður eftir að ég varð móðir
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, er í löngu viðtali á heimasíðu FIFA í dag. Þar ræðir hún endurkomu sína í fótboltann eftir að hún eignaðist barn árið 2014.

„Ég var ákveðin í að eignast barn. Ég vildi gera það áður en ég yrði of gömul og áður en það yrði of erfitt að spila fótbolta aftur eftir barnsburð," segir Margrét Lára í viðtalinu.

„Þetta var á mikilvægum kafla á ferli mínum, rétt eftir EM 2013, en þetta var réttur tími fyrir mig. Ég elska að vera mamma. Ég er fjölskyldustelpa og ég sé ekki eftir tímanum sem ég var fjarverandi."

„Ég vissi alltaf að ég myndi fara aftur inn á fótboltavöllinn og vonandi ná að spila aftur fyrir landsliðið. Það hefur sem betur fer gengið og ég elska að sameina þessi tvö hlutverk. Mér finnst gott að eiga rólegt líf heima með fjölskyldu minni og fara síðan út á völl og vera svolítið villt og brjáluð."


Margrét Lára segist horfa á fótboltann öðrum augum eftir að hún varð móðir.

„Þetta hefur gengið betur hjá mér eftir að ég kom til baka. Ég er rólegri í leik mínum. Að verða móðir hefur gert mig að betri persónu og líka að betri leikmanni held ég," sagði Margrét.

„Ég nýt fótboltans meira núna og það er mikilvægast. Ég á barn heima og það er mikilvægt fyrir mig. Ég er að fórna tíma frá syni mínum og ég vil eyða þeim tíma í eitthvað sem ég elska. Ég hef elskað fótboltann síðan ég var krakki og sú ást er jafnmikil og áður."

Smelltu hér til að lesa viðtalið í heild á vef FIFA
Athugasemdir
banner
banner
banner