Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
Tómas Þór: Megum ekki gleyma að bera virðingu fyrir okkar liði
Icelandair
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er full ástæða til að óttast það sem þú þekkir ekki. Á því er margur misskilningur heimsins byggður, þó að það sé ekki alltaf gott,“ sagði Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á 365, í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í vikunni þar sem leikur Kosóvó og Íslands var til umræðu.

„Á meðan við berum virðingu fyrir uppbyggingu Kosóvó megum við ekki gleyma að bera virðingu fyrir okkar liði. Það vill oft gerast fyrir leiki gegn smærri þjóðum. Þetta þreytir mig rosalega mikið. Þessir strákar hafa lagt stórveldi að velli og náð í frábær úrslit á erfiðum völlum. Þar til að þeir sýna okkur eitthvað annað þá treystum við þeim til að vinna eitthvað annað.“

Kosóvó fékk aðild að FIFA í fyrra og leikurinn gegn FIFA er einungis fimmti mótsleikur þjóðarinnar.

„Hitt liðið er í mótun. Leikmennirnir eru rétt svo byrjaðir að spila saman. Auðvitað eigum við að vinna þennan leik. Ég segi eigum, þó að það megi ekki lengur. Það er víst bannað að hafa trú á íslenska landsliðinu. Það er eins og það eigi að halda með hinum. Ég er dauðþreyttur á þessu, eins og fyrir kjaftæðið í Kasakastan á sínum tíma. Þeir áttu að vera svaka flottir en áttu síðan ekki séns.“

„Ég hef séð Kosóvó spila og þeir eru fínir. Við erum með lið og system sem á að vinna Kosóvó sama hvort leikurinn fari fram á Laugardalsvelli, í Albaníu eða í Kína. Við vinnum þennan leik 1-0 á ekta íslenskum leik. Við verjumst og Gylfi skorar svo eða leggur upp. Það er pottþétt,“
sagði Tómas ákveðinn.

Hér að neðan má sjá spjallið í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvernig á byrjunarliðið að vera gegn Kosóvó?
Sjónvarpið: „Væri Viðar í landsliðinu núna ef Lars væri þjálfari?“

Sjónvarpið: „Auðveldara að setja menn inn á vængina og fram"
Sjónvarpið: Hvernig fer leikurinn gegn Kosóvó?
Sjónvarpið: Hvernig fer leikurinn gegn Kosóvó?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner