Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. mars 2017 11:13
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Heimir: Yrði mjög ósáttur með að vinna ekki
Icelandair
Heimir á fréttamannafundinum í morgun.
Heimir á fréttamannafundinum í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu í Parma.
Frá æfingu í Parma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru engin meiðsli í íslenska landsliðshópnum og allir klárir í leikinn mikilvæga gegn Kosóvó sem fram fer hér í Albaníu á morgun.

Heimir Hallgrímsson þjálfari og Aron Einar Gunnarsson fyrirliði sátu fyrir svörum á fréttamannafundi á leikvanginum fyrir æfingu Íslands.

Innlendur fréttamaður spurði Heimi að því hvort hann yrði hissa ef Ísland myndi ekki ná öllum þremur stigunum á morgun.

„Ég yrði ekki hissa en ég yrði mjög ósáttur við að vinna ekki. Markmiðið er að enda í öðru af efstu tveimur sætum í riðlinum og þurfum því þrjú stig. Þetta verður erfiður leikur, 50/50 leikur. Það er markmiðið í öllum leikjum hjá okkur að ná í þrjú stig en við vitum að það verður erfitt," sagði Heimir.

Albert Bunjaki, þjálfari Albaníu, hefur sagt að hann sé bjartsýnn á að Kosóvó geti náð sigri á morgun.

„Ég skil að þjálfarinn þeirra sé vongóður því þeir eru að verða betri og betri með hverjum leiknum," sagði Heimir.

„Sóknarlega eru þeir teknískir og með hraða. Þeir eru hættulegir í skyndisóknum og eru með hæfileikaríka einstaklinga sem eru góðir einn gegn einum. Þeir eru vel spilandi."

Aron Einar var spurður út í andstæðingana á morgun.

„Þeir eru í ferli að byggja upp nýtt lið og eru að gera það mjög vel. það tekur tíma en þeir sýna mikla hæfileika á vellinum og við verðum að passa okkur á morgun. Þeir hafa leikmenn sem spila með góðum liðum um alla Evrópu," sagði Aron.

Heimir segist ánægður með allar aðstæður í Albaníu.

„Það er allt í fínum málum hérna. Hótelið er gott, borgin falleg og leikvangurinn er frábær," sagði Heimir og hrósaði Bunjaki kollega sínum.

„Þetta er ekki eins og hjá félagsliðum þar sem þú ert alltaf með leikmennina, hann bara með þá í 3-4 daga í senn og hefur unnið gott starf með liðið, leikmenn sem þekktust ekki fyrir. Við verðum að hrósa honum fyrir hversu vel hann hefur skipulagt þetta lið."

Leikurinn á morgun hefst 19:45 að íslenskum tíma.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner