Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 23. mars 2017 11:50
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Guðni Bergs í Shkoder: Líður best í æfingagallanum
Icelandair
Guðni á æfingu landsliðsins í morgun.
Guðni á æfingu landsliðsins í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson er í Shkoder í Albaníu en þetta er hans fyrsta landsliðsferð sem formaður KSÍ. Guðni kom til Albaníu í gær og er ánægður með aðstæðurnar.

„Ég er spenntur fyrir leiknum eins og allt knattspyrnuáhugafólk, leikmenn og allir sem að liðinu standa. Ég hlakka til," sagði Guðni við Fótbolta.net á keppnisvellinum í Shkoder þar sem íslenska liðið var að æfa.

„Ég spilaði sjálfur í Albaníu 1991, fyrir 26 árum, og þetta er heldur betra en þá. Völlurinn er í frábæru standi og veðrið mjög notalegt. Aðstæður eru hinar bestu."

„Leikurinn er mjög mikilvægur. Þetta eru þrjú stig sem við stefnum á hiklaust. Það myndi stilla öllu vel upp fyrir leikinn gegn Króatíu heima í sumar."

Guðni lék 80 landsleiki fyrir Ísland á sínum ferli og viðurkenndi að það kitlaði að stökkva í takkaskóna og vera með á æfingu.

„Ég er ekki með skóna svo ég er ekki bjartsýnn! En maður fær vissulega fiðring í tærnar við að sjá þessar aðstæður og koma í þennan frábæra hóp. Manni langar mikið á grasið."

Guðni geymir jakkafötin þar til á leikdegi á morgun en hann var klæddur í léttan æfingaklæðnað í dag. Yfir 20 stiga hiti er í Shkoder.

„Það er gott að fara í íþróttagallann, í svona veðri er vont að vera í jakkafötum með bindi. Manni líður best í gamla góða æfingagallanum."

Í viðtalinu hér að ofan tjáir Guðni sig um umgjörðina kringum landsliðið og fyrstu vikur sínar sem formaður.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner