fim 23. mars 2017 15:48
Elvar Geir Magnússon
Haraldur Haralds nýr formaður Toppfótbolta
Haraldur Haraldsson.
Haraldur Haraldsson.
Mynd: ÍTF
Í kjölfar ársþings KSÍ urðu þær breytingar á stjórn ÍTF að Borghildur Sigurðardóttir lét af störfum sem formaður og settist í stjórn KSÍ.

Nýr formaður ÍTF er Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings í Reykjavík.

Þá kom Árni Hermannsson frá Fjölni nýr inn í stjórnina.
Aðrir í stjórn eru: Jónas Gestur Jónasson frá Víkingi Ó, Jónas Kristinson frá KR og Haraldur Pálsson frá ÍBV.

Samtökin Íslenskur toppfótbolti voru stofnuð árið 2011 og er tilgangur þeirra að „skapa félögunum sem best rekstrarskilyrði og stuðla að vexti og framgangi íslenskrar knattspyrnu. Forsenda þess er að metnaður verði lagður í að styrkja og bæta efstu deild karla í knattspyrnu. Toppfótbolti skal vinna að þessum markmiðum í samvinnu við Knattspyrnusamband Íslands, alþjóðleg knattspyrnusambönd, erlend samtök knattspyrnuliða og önnur knattspyrnufélög í landinu." eins og sagði í fréttatilkynningu.
Athugasemdir
banner
banner
banner