Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Mourinho: Zlatan það sem Man Utd þurfti
Zlatan hefur verið mikilvægur fyrir Man Utd á þessu tímabili
Zlatan hefur verið mikilvægur fyrir Man Utd á þessu tímabili
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United segir að persónuleiki eins og Zlatan hafi vantað í leikmannahóp Manchester United. Mourinho segir það hafa verið mikilvægt fyrir félagið að fá svona persónuleika í hópinn.

Man Utd hefur ekki verið nálægt titilbaráttunni síðan Sir Alex Ferguson hætti árið 2013.

Rauðu Djöflarnir hafa ekki tapað deildarleik síðan í október, en þrátt fyrir það situr liðið í fimmta sæti deildarinnar.

Mourinho viðurkennir að hann hefur þurft að aðlagast nýju umhverfi hjá Man Utd.

„Man Utd hefur ekki lengur þessa stóru persónuleika eins og Ryan Giggs, Paul Scholes og Roy Keane. Wayne Rooney og Michael Carrick eru hér enn, en þeir eru síðustu andlit meistarakynslóðarinnar. Það er nýr hópur af leikmönnum núna sem þarf að aðlagast. Þess vegna var mikilvægt fyrir mig að fá Zlatan," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner