Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. mars 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi valinn vanmetnasti leikmaður Evrópu
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Vefsíðan Sportskeeda.com birtir í dag lista yfir fimm vanmetnustu fótboltamenn í Evrópu. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea og íslenska landsliðsins, trónir þar á toppnum.

Gylfi hefur lengi verið í lykilhlutverki hjá Swansea en hann er í augnablikinu stoðsendingahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ef það væri ekki fyrir frammistöðu Sigurðsson þá væri liðið á verri stað en það er nú þegar. Þrátt fyrir að sýna mikil gæði með liði sem er neðarlega í deildinni þá hefur Sigurðsson farið undir radarinn," segir í umfjöllun Sportskeeda.

Faouzi Ghoulam, vinstri bakvörður Napoli, er í öðru sæti á listanum, Bernardo Silva miðjumaður Monaco er í þriðja sæti, Anthony Lopes markvörður Lyon er í fjórða og Iago Aspas framherji Celta Vigo og fyrrum leikmaður Liverpool er í því fimmta.

Gylfi er ekki vanmetinn hjá öllum því Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, er með hann í draumaliði sínu fyrir leikina í undankeppni HM í kvöld.



Athugasemdir
banner
banner