Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. mars 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Leikmaður ÍBV mögulega í MLS deildina?
Sigurður Grétar Benónýsson (til vinstri).
Sigurður Grétar Benónýsson (til vinstri).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríska fótboltasíðan brotherlygame.com birtir í dag lista yfir leikmenn úr bandarískum háskólum sem gætu verið valdir í nýliðavalinu fyrir MLS-deildina á næsta ári.

Sigurður Grétar Benónýsson, framherji ÍBV, er þar nefndur til sögunnar.

Hinn tvítugi Sigurður Grétar kom öflugur inn í lið ÍBV í Pepsi-deildinni síðastliðið vor en hann fékk blóðeitrun í júlí og var frá í nokkrar vikur.

Hann hélt síðan til Bandaríkjanna í skóla í ágúst síðastliðnum.

Sigurður Grétar skoraði tíu mörk og lagði upp fjögur með High point skólanum í vetur en hann var valinn nýliði ársins í sinni deild.

Í umfjöllun brotherlygame.com segir að það sé ennþá nokkuð langsótt að Sigurður verði valinn í nýliðavalinu eftir ár en hann gæti átt möguleika ef hann heldur áfram að raða inn mörkum á næsta skólaári.
Athugasemdir
banner
banner