lau 25. mars 2017 08:30
Fótbolti.net
Alfreð og Arnar Grétars í útvarpinu í dag
Icelandair
Alfreð verður á línunni.
Alfreð verður á línunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það verður nóg um að vera í í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14 í dag. Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarson verða í gasklefanum.

Sigur Íslands gegn Kosóvó verður krufinn til mergjar en Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, mætir á svæðið til að ræða um hann.

Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg, verður á línunni en hann er að komast af stað á nýjan leik eftir meiðsli.

Elvar Geir Magnússon verður einnig á línunni frá Albaníu þar sem hann er staddur til að fjalla um leikinn við Kosóvó.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins í dag eru Magnús Már Einarsson og Tómas Þór Þórðarson. Hægt er að finna þá á Twitter undir @maggimar og @tomthordarson.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner