Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. mars 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City samþykkir ákæru frá knattspyrnusambandinu
Það var kvartað í dómaranum.
Það var kvartað í dómaranum.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur samþykkt ákæru frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hafa mistekist að halda stjórn á leikmönnum sínum í jafnteflinu gegn Liverpool um síðustu helgi.

City hafði fram til dagsins í gær til þess að svara ákærunni, en hún er dregin upp eftir vítaspyrnuna sem Liverpool fékk í leiknum.

Gael Clichy, varnarmaður City, var dæmdur brotlegur inn í teig og leikmenn City-liðsins voru ekki sáttir með þann dóm. Þeir umkringdu Michael Oliver, dómara leiksins, og létu hann heyra það.

James Milner skoraði úr vítaspyrnunni, en Sergio Aguero náði að jafna fyrir Man City áður en leiknum lauk. Niðurstaðan var 1-1 jafntefli.

Man City fær væntanlega að vita um refsingu sína í næstu viku, en fyrr á tímabilinu var liðið sektað um 35 þúsund pund, tæpar 4,9 milljónir króna, fyrir svipað athæfi.
Athugasemdir
banner
banner