fös 24. mars 2017 17:11
Elvar Geir Magnússon
Shkoder, Albaníu
Gríðarleg öryggisgæsla við leikvanginn
Icelandair
Mikil öryggisgæsla er kringum leikvanginn.
Mikil öryggisgæsla er kringum leikvanginn.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fréttamenn Fótbolta.net eru búnir að koma sér fyrir í fjölmiðlaaðstöðunni við Loro Borici leikvanginn í Shkoder þar sem Kosóvó og Ísland eigast við klukkan 19:45 að íslenskum tíma.

Mikil stemning hefur verið í miðbæ Shkoder í aðdraganda leiksins og fánar Albaníu og Kosóvó verið áberandi.

Í morgun var búið að selja um 10 þúsund miða á leikinn en völlurinn tekur 16 þúsund manns. Enn er því hægt að nálgast miða.

Löggæslan í kringum leikvanginn er mjög áberandi og fjölmennt vopnað lögreglulið á hverju strái.

Vopnaleit er við inngang fjölmiðlamanna og ætlaði einn af gæslumönnunum að banna Bjarna Helgasyni, fréttaritara 433, að fara með hleðslutæki sitt fyrir fartölvuna inn á völlinn.

Þá lentu starfsmenn RÚV í því í dag að bíða í 50 mínútur fyrir utan leikvanginn vegna sprengjuleitar.

Það má þó ekki búast við neinum látum á leiknum sjálfum enda var augljóst þegar undirritaður gekk um götur borgarinnar í dag að fólk er mætt á völlinn í þeim tilgangi að skemmta sér.

Hér verður hægt að fylgjast með textalýsingu frá leiknum

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner