lau 25. mars 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd mun fá 25 prósent af söluverði Keane
Keane lék sinn fyrsta landsleik á dögunum.
Keane lék sinn fyrsta landsleik á dögunum.
Mynd: Getty Images
Manchester United mun græða vel ef Burnley ákveður að selja varnarmanninn Michael Keane í sumar.

Þessi 24 ára gamli varnarmaður verður væntanlega eftirsóttur eftir að hafa spilað vel með Burnley á þessu tímabili. Þá lék hann sinn fyrsta landsleik fyrir England gegn Þýskalandi í vikunni.

United seldi Keane til Burnley fyrir 2,5 milljónir punda, en breskir fjölmiðlar segja frá því að rauðu djöflarnir munu fá 25 prósent af næsta söluverði leikmannsins.

Mörg lið eru sögð áhugasöm um Keane og þar á meðal eru erkifjendur Man Utd í Liverpool og Man City. Að auki fylgjast Everton og Chelsea með stöðu mála hjá honum.

Burnley vonast til þess að fá meira en 20 milljónir puda fyrir hann, en stór hluti af því mun fara til fyrrum félags hans. Samningur Keane rennur út 2018 og því eru miklar líkur á því að hann fari í sumar.
Athugasemdir
banner