lau 25. mars 2017 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gefur í skyn að Mbappe gæti farið til Real Madrid
Mbappe hefur slegið í gegn.
Mbappe hefur slegið í gegn.
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid, er með háleita drauma. Hann segir það vel mögulegt að fólk fái að sjá hinn umtalaða Kylian Mbappe við hlið Karim Benzema í sóknarlínu liðsins í framtíðinni.

Ólíklegt er að leikmennirnir muni spila saman hjá franska landsliðinu, en Benzema hefur ekki spilað þar síðan fjárkúganarmálið varðandi Mathieu Valbuena var í hámarki. Hinn 18 ára gamli Mbappe er þó mættur í landsliðshópinn og gæti spilað sinn fyrsta landsleik á morgun. Þeir gætu svo mögulega spilað saman hjá Real í framtíðinni.

„Benzema og Mbappe saman? Allt er mögulegt," sagði Perez við RMC. „Á þessu tímapunkti tímabilsins vil ég þó ekki tala um það. Við tölum ekki um leikmenn annarra liða."

„Það eina sem við erum að hugsa um núna er hvernig við getum unnið spænsku úrvalsdeildina og Meistaradeild Evrópu."

Mbappe hefur vakið mikla athygli með Mónakó á þessu tímabili. Hann skoraði m.a. báðum leikjum Mónakó gegn Manchester City í Meistaradeildinni og ógnaði sífellt með hraða sínum og leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner