lau 25. mars 2017 07:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hazard: Belgía er að spila eins og Chelsea
Thorgan Hazard.
Thorgan Hazard.
Mynd: Getty Images
Thorgan Hazard, yngri bróðir Eden Hazard, segir að Roberto Martinez sé að byggja upp eitthvað sérstakt hjá belgíska landsliðinu. Thorgan var kallaður inn í landsliðshópinn fyrir bróður sinn í vikunni.

Belgía mætir Grikklandi seinna í dag í mikilvægum leik í undankeppni HM. Belgía er á toppi síns riðils, en Grikkir fylgja þar á eftir og eru aðeins með tveimur stigum minna.

Þjálfari Belgíu er Roberto Martinez, fyrrum stjóri Everton, en hann hefur farið vel af stað í nýju starfi. Hann spilar á kerfi með þrjá varnarmenn, rétt eins og Antonio Conte gerir hjá Chelsea.

„Já, hann hefur breytt ýmsum hlutum," sagði Thorgan. „Við spilum núna með þrjá varnarmenn, svona svipað og Chelsea. Við erum að spila vel," sagði Thorgan enn fremur.

„Við erum að vinna alla okkar leiki og ég er að vona að þetta haldi svona áfram. Þetta verður mikilvægur leikur gegn Grikklandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner