Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. mars 2017 20:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndir: Gylfi tvöfaldaði forystu Íslands
Icelandair
Gylfi Þór setti annað mark Íslands!
Gylfi Þór setti annað mark Íslands!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er 2-0 yfir gegn Kosóvó þegar búið er að flauta til hálfleiks. Leikurinn er í undankeppninni fyrir HM í Rússlandi á næsta ári

Fyrsta mark gerði Björn Bergmann Sigurðarson, en til þess að lesa nánar um mark hans er hægt að smella hér. Hann var sá fjórði af bræðum sínum til þess að skora mark fyrir landsliðið.

Gylfi Þór Sigurðsson tvöfaldaði svo forystu Íslendinga áður en flautað var til hálfleiks. Mark hans kom úr vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Birki Má Sævarssyni.

,ÍSLAND FÆR VÍTI!!! Gylfi með GEGGJAÐA sendingu á Birki Má Sævarsson sem kom eins og vindurinn inn í teiginn. Varnarmaður Kosóvó brýtur klaufalega á honum. Klárt víti!" sagði Elvar Geir Magnússon, sem sér um beina textalýsingu á Fótbolta.net, um aðdraganda vítaspyrnudómsins.

„Gylfi klikkar ekki! Sendi markvörð Kosóvó í rangt horn!" sagði hann svo þegar Gylfi var búinn að koma boltanum í netið, 2-0 fyrir Ísland!

Staðan er eins og áður segir 2-0 fyrir Ísland í hálfleik, en til þess að fylgjast með öllu sem gerist í seinni hálfleiknum, smelltu þá HÉR.

Hér að neðan má sjá myndir frá öðru marki Íslands.
Athugasemdir
banner
banner
banner