lau 25. mars 2017 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Draumalið leikmanna sem fóru næstum því til Arsenal
Wenger hefur misst af nokkrum leikmönnum í gegnum tíðina.
Wenger hefur misst af nokkrum leikmönnum í gegnum tíðina.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger reyndi tvisvar að kaupa N'Golo Kante. En hann er bara einn af þeim fjölmörgu stjörnuleikmönnum sem hefðu getað verið að spila fyrir Arsenal.

Í janúarglugganum gerði Wenger sér lítið fyrir og fékk Cohen Bramall, ungan leikmann frá Hednesford Town í ensku utandeildinni, eftir mjög pirrandi sumarglugga fyrir stuðningsmenn Lundúnarfélagsins þar sem félagið missti af hverju stóra nafninu á fætur öðru.

Jamie Vardy var lengi orðaður við Arsenal, en hann ákvað að lokum að skrifa undir framlengingu á samningi sínum hjá Leicester City, og þá ákvað Gonzalo Higuain að fara til Juventus fyrri 75 milljónir punda. Higuain hafði lengi verið orðaður við Arsenal.

Þetta eru langt frá því að vera einu leikmennirnir sem Wenger hefur misst af í gegnum tíðina, en þar má t.d. nefna tvo bestu leikmenn heims, þá Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Sky Sports ákvað í dag að taka saman svokallað draumalið með bestu leikmönnunum sem Wenger hefur misst af því að fá til Arsenal. Mynd af því má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner