Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 25. mars 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barcelona neitar fréttum um Valverde
Ernesto Valverde.
Ernesto Valverde.
Mynd: Getty Images
Spænska stórliðið Barcelona hefur hafnað fréttum þess efnis að félagið hafi beðið um leyfi frá Athletic Bilbao til þess að ræða við Ernesto Valverde um að taka við liðinu næsta sumar.

Luis Enrique mun hætta sem þjálfari Barcelona eftir tímabilið og margir hafa verið nefndir sem hugsanlegir arftakar hans. Þar á meðal er Valverde, þjálfari Bilbao.

Samkvæmt fréttum á Spáni í gær höfðu stjórnarmenn Barcelona beðið um leyfi hjá kollegum sínum hjá Bilbao til þess að ræða við Valverde, en Barcelona neitar þessu.

„FC Barcelona neitar því að hafa beðið um leyfi hjá Athletic Club um að fara í viðræður við þjálfara þeirra, Ernesto Valverde," segir í yfirlýsingu frá Barcelona.

Auk Valverde hafa eins og áður segir margir aðrir verið nefndir til sögunnar. Þeirra á meðal eru Maurico Pochettino, Ronald Koeman og Juan Carlos Unzue, sem er núna aðstoðarþjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner