Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. mars 2017 18:58
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Undankeppni HM: Svíar með öruggan sigur - Sviss í góðum málum
Færeyingar sóttu stig til Andorra
Emil Forsberg var á skotskónum fyrir Svía.
Emil Forsberg var á skotskónum fyrir Svía.
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum er nú nýlokið í undankeppni fyrir HM í Rússlandi 2018. Svíar voru í banastuði og skoruðu fjögur mörk gegn engu marki Hvít-Rússa. Svíar að tylltu sér á toppinn í A-riðli á markatölu en þeir eru jafnir Frakklandi á stigum, Frakkar eiga þó leik til góða.

Sviss er í ansi góðum málum í B-riðli, naumur sigur á Lettlandi þýddi að Sviss heldur toppsætinu í riðlinum með fullt hús stiga.

Andorra fékk Færeyinga í heimsókn í B-riðli, leiknum lauk með markalausu jafntefli en Færeyingar léku manni færri síðustu 16 mínúturnar leiksins.

Bosnía mætti Gíbraltar í H-riðli, úr varð öruggur 5-0 sigur heimamanna í Bosníu. Kýpur og Eistland léku einnig í H-riðli, markalaust jafntefli var niðurstaðan þar.

Svíþjóð 4 - 0 Hvíta-Rússland
1-0 Forsberg ('19 , víti)
2-0 Forsberg ('49 )
3-0 Berg ('57 )
4-0 Isaac Thelin ('78 )

Sviss 1 - 0 Lettland
1-0 Josip Drmic ('66 )

Andorra 0 - 0 Færeyjar

Rautt spjald:Joan Simun Edmundsson, Færeyjar ('74)

Kýpur 0 - 0 Eistland

Bosnía 5 - 0 Gíbraltar
1-0 Vedad Ibisevic ('4 )
2-0 Vedad Ibisevic ('43 )
3-0 Avdija Vrsajevic ('52 )
4-0 Edin Visca ('56 )
5-0 Ermin Bicakcic ('90 )
Athugasemdir
banner
banner