banner
   sun 26. mars 2017 14:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Kroos: Ég er ekki hræddur við Bayern Munchen
Kroos er spenntur að mæta sínu gamla félagi
Kroos er spenntur að mæta sínu gamla félagi
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, leikmaður Real Madrid segist ekki vera hræddur við að mæta fyrrum félagi sínu, Bayern Munchen en liðin mætast í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fyrir dráttinn í 8-liða úrslitum voru Real Madrid og Bayern Munchen hvað sigurstranglegust til þess að vinna keppnina en Real Madrid eru ríkjandi Evrópumeistarar.

Kroos segist ekki vera hræddur við að mæta sínum gömlu félögum, heldur þvert á móti, þá er Þjóðverjinn spenntur.

Ég er ekki hræddur við Bayern Munchen. Ef þú vilt vinna Meistaradeild Evrópu, þá þarftu hvort sem er að vinna Bayern eða Barcelona," sagði Kroos við spænska íþróttablaðið Marca.

Kroos lék 130 leiki fyrir Bayern á árunum 2007 til 2014 áður en hann gekk til liðs við spænska stórliðið.

„Mér hefur alltaf líkað við stórar áskoranir í fótbolta og spila á móti þeim bestu," sagði Kroos.

Fyrri leikur liðanna fer fram 12. apríl í Þýskalandi.

Athugasemdir
banner
banner
banner