Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 26. mars 2017 13:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Aðgerð Seamus Coleman gekk vel
Coleman fótbrotnaði illa eftir ljóta tæklingu í landsleik
Coleman fótbrotnaði illa eftir ljóta tæklingu í landsleik
Mynd: Getty Images
Seamus Coleman, leikmaður Everton og írska landsliðsins þurfti að fara í aðgerð eftir að hann fótbrotnaði í leik með Írlandi gegn Wales á föstudag. Martin O'Neill, landsliðsþjálfari Írlands segir að aðgerðin hafi gengið vel.

Coleman fótbrotnaði eftir ljóta tæklingu Neil Taylor en leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Taylor fékk beint rautt spjald fyrir tæklinguna.

Coleman er fyrirliði Írlands og þurfti að fá súrefni áður en hann var borinn af velli í börum.

„Hann fór í aðgerð í gærmorgun og heppnaðist hún vel," sagði O'Neill við BBC.

„Hann hefur áttað sig á því hvað hefur gerst og er skiljanlega mjög vonsvikinn. Þetta mun taka tíma til þess að gróa. Þetta var tvöfalt brot. Ég veit að læknarnir eru mjög ánægðir með hvernig aðgerðin gekk og nú er tími fyrir endurhæfingu."
Athugasemdir
banner
banner