Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 26. mars 2017 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Kári Árna: Meiri kröfur frá hinum almenna borgara
Icelandair
Kári fyrir leikinn gegn Kosovo á föstudaginn.
Kári fyrir leikinn gegn Kosovo á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vissum alveg að þetta var hörkulið og þetta voru þeirra fyrstu leikir sem þeir töpuðu en þeir eru allir að koma til og styrkjast með hverri vikunni og fá nýja leikmenn. Þetta er hörkulið sem mun taka stig á heimavelli, það er alveg ljóst," sagði Kári Árnason varnarmaður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í dag um 1-2 sigur á Kosovo í vináttulandsleik á föstudagskvöldið.

„Með betri árangri eru komnar meiri kröfur á okkur frá hinum almenna borgara og fjölmiðlum og svo framvegis. En við tökum ekkert af Kosovo liðinu að þetta er mjög gott lið og það er mjög gott að ná sigri á útivelli. Það er ekkert hægt að ætlast til þess að við spilum brassabolta á móti Kosovo og rúllum yfir þá. Þannig er þetta ekki lengur, þetta er hörkulið og við erum mjög sáttir við öll þrjú stigin."

Ísland er í góðri stöðu í riðlinum í undankeppni HM með 10 stig eftir fimm leiki, þremur stigum frá toppliði Króatíu sem við mætum í júní.

„Við verðum að ná úrslitum á móti Króötum í sumar, svo einfalt er það. Við megum ekki tapa þeim leik, þá verður erfitt að ná í efsta sætið. Þá væru þeir komnir með 6 stiga forskot og allt lítur út fyrir að þeir rúlli yfir riðilinn þá. Við verðum að ná einhverju út úr þeim leik, hvort sem það er jafntefli eða sigur," sagði Kári.

„Þetta er gríðarlega erfitt lið svo það er stór yfirlýsing að segjast ætla að vinna Króatana. Við ætlum okkur það náttúrulega en tökum eitt stig líka og höldum þessu opnu þannig. Við vitum um gæði þeirra, þetta er ótrúlegt fyrir 4 milljóna manna þjóð að vera með jafngott landslið og þeir eru með og hafa alltaf verið með. Við verðum að eiga toppleik til að geta unnið þá."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner