Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mán 27. mars 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
Kjartan Henry mætir stjóranum sem keypti hann til Celtic
Icelandair
Kjartan í góðum gír á landsliðsæfingu.
Kjartan í góðum gír á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum á fundi áðan að skoða Írana," sagði sóknarmaðurinn Kjartan Henry Finnbogason um vináttulandsleikinn gegn Írlandi á morgun. Kjartan ræddi við Fótbolta.net í hótelgarði landsliðsins í gær.

Hann á sex A-landsleiki að baki, fimm af þeim hafa verið vináttuleikir utan landsleikjahlés í janúar og svo einn leikur í undankeppni EM en hann var 2011.

„Það er ótrúlega gaman að vera partur af þessu og allt í kringum landsliðið er frábært."

Kjartan þekkir þjálfara Írana vel, hinn þaulreynda Martin O'Neill. Sá keypti Kjartan þegar hann var stjóri Celtic og Kjartan var ungur leikmaður KR.

„Hann keypti okkur Theodór Elmar á sínum tíma. Svo var Roy Keane (sem er aðstoðarþjálfair Celtic í dag) leikmaður með okkur. Það er smá nostalgía í að hitta þessa kalla aftur."

Þér myndi ekki leiðast að skora fyrir framan Martin O'Neill?

„Mér leiðist aldrei að skora! Það væri auðvitað gaman. Það væri bara svakalega gaman að fá einhverjar mínútur, fá tækifærið."

Kjartan telur að hann eigi fullt erindi í að vera í landsliðshópnum til frambúðar.

„Auðvitað er eitthvað um meiðsli núna en maður verður bara klár. Nú vita Heimir, Helgi og Gummi hvað ég get og hvað ég hef að leggja fram. Það hefur gengið vel hingað til."

Í viðtalinu hér að ofan talar Kjartan meðal annars um gengi félagsliðs síns, danska úrvalsdeildarliðsins Horsens.




Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner