Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 27. mars 2017 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Dublin, Írlandi
Aron Sig: Reyni að sjálfsögðu að skora gegn Írum
Icelandair
Aron á landsliðsæfingu fyrir helgi.
Aron á landsliðsæfingu fyrir helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er gríðarlega skemmtilegt, ég er stoltur af því að vera kominn í A-landsliðið og að taka af skarið með þessum hóp er mjög skemmtilegt," sagði Aron Sigurðarson kantmaður Íslands við Fótbolta.net í dag.

Aron er í Dublin með íslenska landsliðinu en þar mætir liðið Írlandi í æfingaleik annað kvöld. Hann hefur farið vel af stað með landsliðinu og skorað 2 mörk í 4 fyrstu landsleikjum sínum

„Við erum að fara að spila skemmtilegan leik á móti Írum og að sjálfsögðu reyni ég að skora í þeim leik," sagði Aron.

Aron var ónotaður varamaður í leiknum gegn Kosovo í undankeppni HM 2018 á föstudaginn og sá leikinn af hliðarlínunni. „Það tók á að vera á hliðarlínunni. Þeir settu 2-1 markið á okkur og lokamínúturnar tóku á en við náðum að halda þetta út," sagði Aron.

„Ég vonast til að spila eitthvað á móti Írum og nýta tækifærið sem ég fæ en ég veit ekkert hversu mikið það verður, það verður að koma í ljós."

Aron leikur með Tromsö í Noregi og er spenntur fyrir nýju tímabili sem senn fer að hefjast þar í landi.

„Ég er í mjög góðu formi og búinn að spila mjög vel í undanförnum leikjum með liðinu, ég er spenntur fyrir því. Ég held að við getum gert ágæta hluti og komið á óvart. Stefnan er sett á að vera um miðja deild og við getum verið sáttir ef við náum því."

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner