Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 27. mars 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Özil ákveður framtíð sína hjá Arsenal fljótlega
Mesut Özil.
Mesut Özil.
Mynd: Getty Images
Mesut Özil segist ætla að ákveða framtíð sína hjá Arsenal á næstunni.

Þýski miðjumaðurinn er með samning við Arsenal til sumarsins 2018 en sögusagnir hafa verið í gangi þess efnis að hann ætli að fara frá félaginu í sumar.

„Ég er samningsbundinn í London til 2018 og mér líður mjög vel hér. Við tölum saman fljótlega og síðan tek ég ákvörðun," sagði Özil við Die Welt í Þýskalandi.

„Draumur minn er að vinna Meistaradeildina. Af hverju ekki með Arsenal? Auðvitað eru erfiðir tímar núna og við erum ekki ánægðir í sjötta sæti."

„Ég er hins vegar sannfærður um að við komumst aftur í gang fljótlega. Sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner