Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Íslandsmeistararnir ekki í undanúrslitum Lengjubikars kvenna
Stjarnan er úr leik en Breiðablik vann riðilinn.
Stjarnan er úr leik en Breiðablik vann riðilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Riðlakeppni í A-deild Lengjubikar kvenna lauk í gær þegar Valur sigraði Stjörnuna 6-3 og Þór/KA lagði ÍBV 2-0.

Úrslitin þýða að Íslandsmeistararar Stjörnunnar enda í 5. sæti riðilsins og fara ekki áfram í undanúrslitin.

Undanúrslitin fara fram um næstu helgi en þar mætast Breiðablik og ÍBV í Fífunni og Valur og Þór/KA á Valsvelli.

Úrslitaleikurinn fer síðan fram 17. apríl en keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl. Keppni þar hefst fyrr en vanalega vegna EM í sumar.

Lokastaðan í riðlinum
1. Breiðablik 13 stig
2. Valur 12 stig
3. Þór/KA 7 stig
4. ÍBV 6 stig
5. Stjarnan 5 stig
6. FH 0 stig

Undanúrslit á laugardag
14:00 Breiðablik - ÍBV (Fífan)
14:00 Valur - Þór/KA (Valsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner