Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. mars 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Birkir Már er rosalega vanmetinn
Icelandair
Birkir Már Sævarsson í leiknum gegn Kosóvó á föstudaginn.
Birkir Már Sævarsson í leiknum gegn Kosóvó á föstudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér finnst Birkir Már Sævars vera rosalega vanmetinn," sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, þegar hann gerði upp leik Íslands og Kosóvó í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag.

Birkir Már er landsleikjahæsti leikmaðurinn í núverandi hóp en hann hefur verið fastamaður í hægri bakverðinum í áraraðir.

„Mér finnst hann vera frábær. Hann er með rosalegan hraða og yfirferð. Hann er búinn að bæta sig í að taka hlaup á réttum tíma og hann er ótrúlega öflugur."

„Hann er að opna trekk í trekk með hlaupum. Mér finnst hann hafa spilað gríðarlega vel. Í þessum leik skapaði hann vítið og var trekk í trekk að komast inn í teig."

„Hann er með flottar fyrirgjafir, sterkur varnarlega og fljótur. Menn eru ekki að fara í gegnum hann. Hann er mun sterkari varnarlega en Ari Freyr (Skúlason). Mér fannst hann einn af betri mönnum okkar í leiknum."


Sjá einnig:
Landsliðshringborð - Arnar Grétars gerir upp leikinn gegn Kosóvó
Athugasemdir
banner
banner
banner