mán 27. mars 2017 22:30
Magnús Már Einarsson
Neitaði að fara af hóteli í sjö vikur í mótmælaskyni
Landslið Gana.
Landslið Gana.
Mynd: Getty Images
Gerard Nus hélt í gær heim til Spánar eftir að hafa búið á hóteli í Gana í sjö vikur í mótmælaskyni.

Nus var í þjálfarateymi Gana í Afríkukeppninni í janúar og febrúar. Eftir að Gana féll úr leik tilkynnti knattspyrnusambandið þar í landi að ekki væri til peningur til að greiða bónusa fyrir mótið.

Nus ákvað að mótmæla því með því að neita að fara af hótelinu í Accra, höfuðborg Gana.

Um helgina náði knattspyrnusambandið loksins að borga bónusana og Nus hélt heim á leið í kjölfarið.

Avram Grant, þjálfari Gana, og aðrir í þjálfarateyminum höfðu samþykkt að fresta því að fá bónusgreiðslurnar en Nus ákvað hins vegar að efna til mótmæla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner