Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. mars 2017 20:00
Stefnir Stefánsson
Jón Tómas og Ási Þórhalls til Víðis (Staðfest)
Ási Þórhallsson er genginn í raðir Víðis
Ási Þórhallsson er genginn í raðir Víðis
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víðismenn eru að styrkja sig fyrir átök sumarsins en liðið leikur í 2. deildinni í sumar. Þeir hafa fengið til sín þá Jón Tómas Rúnarsson og Ása Þórhallsson.

Jón Tómas sem er uppalinn Keflvíkingur var valin besti leikmaður Þrótt í Vogum í fyrra kemur til liðsins en áður spilaði hann með einn leik í Pepsí deild með Keflavík eftir að hafa farið svo til nágranna sína í Njarðvík og spilað þar 19 leiki. Jón Tómas er varnarmaður og er fæddur árið 1996.

Ási Þórhallsson sem er varnarmaður kemur frá Keflavík á láni til eins árs. Hann hefur mikla reynslu úr annari deildinni bæði með Gróttu og Sindra. Síðasta sumar var Ási lánaður frá Keflavík til Gróttu og spilaði þar allan seinna hluta tímabilsins.

Þá hefur Víðir einnig samið við Sebnesku leikmennina Dejan Stamenkovic, Milan Tasic og Aleksandar Stojkovic sem spilað hafa síðastliðin tvö sumur með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner