Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. mars 2017 08:30
Stefnir Stefánsson
Heimir: Íslenskur fótbolti hefur fengið meiri virðingu
Icelandair
Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslenska landsliðsins.
Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson þjálfari íslenska liðsins ræddi við fótbolta.net um íslenska boltann fyrir vináttuleik landsliðsins gegn Írum í kvöld.

„Íslenskur fótbolti og íslenskir leikmenn hafa fengið meiri virðingu um alla Evrópu og allan heim eftir Evrópumótið. Hvort við höfum nýtt það okkur til góða þá er svarið bæði já og nei." sagði Heimir þegar hann var aðspurður að því hvort að íslenskir leikmenn hefðu nýtt sér gott gengi landsliðins á EM síðasta sumar.

„Hvað deildina heima varðar þá verðum við að sjá til með það. Deildin byrjar eftir mánuð og þá sjáum við hvort deildin sé að batna. Við hefðum líklega geta gert betur til að bæta íslenskan fótbolta eftir Evrópumótið en við erum að gera þetta í fyrsta sinn og erum að læra. Vonandi getum við nýtt okkur þetta til góða í framtíðinni. " hélt hann áfram.

Aðspurður að því hvort að hann myndi nota leikmenn úr íslensku deildinni eða hvort hann velji eingöngu leikmenn sem að spila utan landsteinanna líkt og Martin O'Neill gerir sagði Heimir,

„Nei, við höfum notað leikmenn úr íslensku deildinni. Kannski er ástæðan sú að við erum ekki með eins marga leikmenn úr að velja og Írar hafa en íslenska deildin er alltaf að verða betri og ég tel að við getum valið leikmann þaðan. Eini ókosturinn er að deildin er bara frá maí og fram í september svo leikmennina vantar oft leikæfingu sem er ekki gott fyrir þjálfarann. Ég sé ekkert að að því að velja leikmann úr íslensku deildinni og í dag erum við með leikmann í hópnum sem var að semja við norskt lið. Hann var því að spila í Lengjubikarnum fyrir Fjölni fyrir mánuði síðan." og vísaði Heimir þar í að Viðar Ari Jónsson væri í hópnum en hann gekk til liðs við Brann fyrr á þessu ári.

Það er ekkert að því en þetta eru frekar leikmenn sem eru ungir á uppleið. Það getur líka hjálpað þeim að fá lið erlendis að vera valdir í íslenska landsliðshópinn. Kannski er það hluti af starfi okkar hjá landsliðinu að hjálpa leikmönnum að komast í betri lið." hélt Heimir áfram

„Hvað hugarfarið varðar, menn hugsa alltaf um fyrsta og annan boltann og allir leggja sig svo mikið fram." sagði Heimir þegar hann var spurður hvort hann sæi eitthvern samanburð á félagsliðinu okkar og landsliðinu eftir að hann stýrði ÍBV gegn St. Patrick tvívegis árin 2009 og 2012.

„Það kom kannski ekki á óvart en auðvitað voru það vonbrigði. Við erum metnaðarfull þjóð í fótboltanum þó við séum ekki mörg. FH er eitt af metnaðarfyllstu félögum landsins og þeir ætluðu sér að komast áfram. Ég held að þetta hafi ekki komið á óvart heldur voru þetta vonbrigði, þeir ætluðu sér að fara áfram." sagði Heimir þegar hann var spurður hvort það hefði komið honum á óvart þegar að Dundalk sló Íslandsmeistara FH út úr forkeppni Meistaradeildarinnar.

Athugasemdir
banner
banner