Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. mars 2017 22:07
Stefnir Stefánsson
Myndir: Leikur Fílabeinsstrandarinnar og Senegal flautaður af
Lamine Gassama verður fyrir barðinu á áhorfanda
Lamine Gassama verður fyrir barðinu á áhorfanda
Mynd: GettyImages
Leik Fílabeinsstrandarinnar og Senegal í undankeppni heimsmeistaramótsins var flautaður af á 88. mínútu eftir að áhorfendur ruddust inn á völlinn.

Þegar stutt var eftir af leiknum byrjaði lítill hópur áhorfenda með óeirðir í stúkunni og í kjölfarið brutu sér leið framhjá gæslumönnum vallarins og þaðan inn á völlinn.

Þá voru einhverjir aðilar sem ekki voru með miða á völlinn sem að klifruðu yfir öryggisgirðingar og komust inn á leikvanginn.

Leikmenn voru í hætt komnir og fékk Lamine Gassama að kenna á einum áhorfanda sem að tæklaði hann í jörðina áður en leikmanninum tókst að komast undan og inn í vallargöngin. Dómara leiksins Tony Chapron fannst þá nóg komið og skipaði leikmönnum, þjálfurum og starfsliði að fara inn í búningsklefa og bíða þar.

Sadio Mane hafði komið Senegal yfir á 68. mínútu leiksins en Cyriac Gohi Bi jafnaði metin fyrir Fílbeinstrendinga.

Mané hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum. Mane var ekki eini leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem að tók þátt í leiknum en einning voru þarna Wilfried Zaha leikmaður Crystal Palace og Eric Bailly leikmaður Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner