Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 28. mars 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Defoe orðinn vegan
Defoe skorar gegn Litháen um helgina.
Defoe skorar gegn Litháen um helgina.
Mynd: Getty Images
Jermain Defoe, framherji Sunderland og enska landsliðsins, segist hafa prófað ýmsar leiðir til að reyna að framlengja feril sinn.

Hinn 34 ára gamli Defoe sneri aftur í enska landsliðið eftir þriggja og hálfs árs hlé um helgina og skoraði í leik gegn Litháen. Eitt af því sem Defoe hefur gert er að verða vegan og hætta að borða dýraafurðir.

„Ég skil líkama minn betur núna. Allir vilja vera ferskir í leikjum, það er ekki til betri tilfinning. Ég er að reyna að gera réttu hlutina, fara í kæliklefa, nudd, borða það rétta og reyna að vera vegan," sagði Defoe.

„Það er frekar fyndið því þegar ég fer til mömmu þá er hún með nánast allt kjöt sem hægt er að ímynda sér á borðum."

„Kærastan mín átti þessa hugmynd. Hún sagði við mig 'Þú verður að gera þetta' og hún er alltaf að sýna mér heimildarmyndir. Það er alltaf gott að hafa einhvern sem getur hjálpað þér og vill að þér vegni vel."

Athugasemdir
banner
banner
banner