Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 28. mars 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
„Þetta er þeirra tækifæri"
Icelandair
Brady fyrirliði og Martin O'Neill.
Brady fyrirliði og Martin O'Neill.
Mynd: Getty Images
Andy Boyle tók þátt í að leggja FH.
Andy Boyle tók þátt í að leggja FH.
Mynd: Getty Images
Leikmenn fá tækifæri til að sýna sig og sanna í báðum liðum þegar Írland og Ísland mætast í Dublin í kvöld.

Talsverðar breytingar hafa orðið á írska hópnum frá því að liðið gerði markalaust jafntefli í grannaslag gegn Wales í undankeppni HM síðasta föstudag.

Mikið hefur verið fjallað um fótbrot Seamus Coleman en Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði sendi honum batakveðjur á fréttamannafundi í gær.

Coleman er ekki sá eini sem hefur yfirgefið írska hópinn. Liðsfélagi hans hjá Everton, James McCarthy, er að glíma við meiðsli aftan í læri og spilar ekki í kvöld.

Þá hafa John O’Shea hjá Sunderland og þeir Jon Walters og Glenn Whelan hjá Stoke snúið aftur til félagsliða sinna.

Einn sem vann FH í fyrra
Stephen Gleeson, miðjumaður Birmingham, var kallaður inn í hópinn sem telur nú 22 leikmenn. Þar á meðal eru fjórir sem ekki hafa leikið landsleik en búist er við því að flestir þeirra, ef ekki allir, komi við sögu í kvöld.

Það eru þeir Daryl Horgan og Andy Boyle hjá Preston, varnarmaðurinn John Egan hjá Brentford og Conor Hourihane miðjumaður Aston Villa.

Boyle er varnarmaður en hann heimsótti Ísland í fyrra þegar hann lék með Dundalk og tók þátt í að slá Íslandsmeistara FH út úr Evrópukeppninni.

„Þetta er þeirra tækifæri. Leikmenn sem hafa minna fengið að spila fá í þessum leik að sýna sig í alvöru landsleik," sagði Martin O'Neill á fréttamannafundi í gær. O'Neill benti einnig á að Írland væri einu sæti ofar á FIFA heimslistanum og leikurinn skipti máli hvað hann varðar.

„Íslendingar voru magnaðir á EM. Þeir unnu Kosóvó á föstudagskvöld og þeir munu verða okkur erfiðir. Ég vona að þeir leikmenn sem byrji leikinn og þeir sem komi inn muni gera tilkall til þess að spila komandi landsleiki."

Búið er að gefa það út að Robbie Brady verði fyrirliði í fyrsta sinn í kvöld en hann og Jóhann Berg Guðmundsson eru liðsfélagar hjá Burnley.

Sjá einnig:
Hverjir eru tilbúnir í bardaga gegn Króatíu?
Athugasemdir
banner
banner
banner