þri 28. mars 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Mbl.is 
Arnór Ingvi missir af næstu leikjum - Emil og Gylfi bjartsýnir
Arnór Ingvi í leiknum gegn Kosóvó.
Arnór Ingvi í leiknum gegn Kosóvó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason verður frá keppni næstu tvær til þrjár vikurnar vegna meiðsla en þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í dag.

Arnór fór meiddur af velli í 2-1 sigrinum á Kosóvó á föstudaginn.

Í gær fór Arnór í myndatöku þar sem kom í ljós beinmar í hnénu. Arnór missir því af næstu leikjum Rapid Vín í Austurríki.

Auk Arnórs þá drógu Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Írum í kvöld.

Báðir leikmennirnir segja í samtali við mbl.is að þeir vonist til að leika með félagsliðum sínum um helgina.

Gylfi og félagar í Swansea mæta Middlesbrough í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni á meðan Emil og félagar í Udinese mæta Torino í Serie A á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner